Við leitum að einstaklingum, 18 ára eða eldri, með staðfesta sveppasýkingu í tánöglum á báðum fótum (gulur eða hvítur litur á nöglum sem sýktar eru) til að taka þátt í klínískri rannsókn.

SJÁ NÁNAR HÉR
Stacks Image 231

Velkomin á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar


Á heimasíðunni okkar getur þú fengið upplýsingar um starfsemi Húðlæknastöðvarinnar. Ýmis konar fræðsluefni og ráðleggingar um húðsjúkdóma og meðferð þeirra má finna undir liðnum “Fræðsluefni”.

Húðkrabbameinum hefur fjölgað mjög á íslandi á undanförnum árum. Sortuæxlum fjölgar mest og er í raun og veru hægt að tala um faraldur. Við höfum því sett upp sérstaka undirsíðu varðandi Húðkrabbamein. Þar eru upplýsingar um einkenni húðkrabbameina, varnir gegn húðkrabbameinum og umföllun um áhættuþætti.

Á
fréttasíðunni flytjum við fréttir af því helsta sem er að gerast í heimi Húðlækninga.

Við reynum einnig að fylgjast vel öllum erlendum fréttum og greinum að því er varðar húðlækningar. Slíkar féttir birtum við undir fyrirsöninni “
Heimspressan”. Fyrirsögn fréttarinnar er á íslensku, en sjálf fréttin á ensku. Tengill fylgir í upphaflegu heimildina.

Húðlæknastöðin rekur öfluga laserdeild. Við höfum safnað saman heilmiklu af upplýsingum um lasermeðferð og einnig um ýmsas júkdóma og vandamál sem hægt er að beita lasermeðferð gegn. Vegna þess hve þessar upplýsngar eru umfangsmiklar starfrækir laserdeildin
sérstaka heimasíðu.

Fjölmörg efni geta valdið exemi. Þegar líkaminn myndar ofnæmi gegn efnum fylgir bólga, sprungur og kláði í kjölfarið. Dæmi um slík efni eru nikkel, gúmmí og ilmefni. Ofnæmi í húð festist í minni ónæmiskerfis húðarinnar. þannig er til dæmis húðofnæmi fyrir málminum nikkeli yfirleitt til staðar alla ævi. Á
ofnæmissíðuni má lesa sér til um hvernig ofnæmispróf fara fram. Einnig má afla upplýsinga um helstu ofnæmisvalda.

Á Húðlæknastöðinni fer fram kennsla læknanema. Ef þú ert læknanemi og þarft að hlaða niður fyrirlestrum getur þú
smellt hér.
Húðlæknastöðin - Smáratorgi 1, 201 Kópvogur - s. 5204444 - fax. 5204400 - Opnunartími 8-18 - Skiptiborðið opið 9-12 og 13-16 - Sendu tölvupóst